Fréttir

Hörður Axel semur við Keflavík
Körfubolti | 9. maí 2016

Hörður Axel semur við Keflavík

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til næstu fjögurra ára. Samningur þessi var undirritaður af Herði Axel og Ingva Þór Hákonarsyni, formanni KKDK í félagsheimili Keflavíkur fyrr í kvöld. Klásúla er í samning hans að ef ákjósanlegt tilboð frá erlendu liði berst fyrir 1. október, þá mun körfuknattleiksdeild Keflavíkur ekki standa í vegi fyrir því.

Hörður Axel er öllum hnútum kunnugur hjá Keflavík, en hann gekk til liðs við félagið 2008 og átti þar góðan feril þar til hann hélt erlendis í atvinnumennsku árið 2011, en þá gekk hann til liðs við þýska félagið Mitteldeutscher. Hörður Axel hefur frá því leikið með spænska félaginu Valladolid, gríska félaginu Aries Trikala og tékkneska félaginu ČEZ Basketball Nymburk.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vill óska Herði Axel til hamingju með samning sinn við félagið og ljóst er að hann verður mjög öflugur liðsstyrkur fyrir klúbbinn næstu ár.

Áfram Keflavík!