Fréttir

Fyrstu fjölliðamótin fara fram um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 10. október 2014

Fyrstu fjölliðamótin fara fram um helgina

 

Fjölmargir leikir eru á dagskrá í körfunni um helgina þegar fyrstu fjölliðamót yngri flokka á Íslandsmótinu hefjast á morgun, laugardag. 

Ekkert mótanna fer fram á heimavelli í TM höllinni þessa helgi enda verður K-dagurinn haldinn þar stórkostlega hátíðlegur á morgun. 

Þar gefst öllum bæjarbúum tækifæri á að kynna sér þær fjölmörgu íþróttagreinar sem í boði eru á vegum Keflavíkur, Íþrótta og Ungmennafélags á komandi vetri og ljóst að stemmingin verður þétt & skemmtileg á Sunnubrautinni á morgun.

Flokkarnir sem halda í víking um helgina og ætla að halda uppi heiðri körfuknattleiksdeildarinnar eru Minnibolti 11. ára stúlkna sem þreytir frumraun sína á Íslandsmótinu á Flúðum, 7. flokkur drengja mætir í kennslustund í Íþróttahúsi Kennaraháskólans, 9. flokkur stúlkna leikur í Grindavík og 10. flokkur drengja leikur í Ljónagryfjunni alræmdu í Njarðvík.  

Öll Keflavíkurliðin hefja leik í A-riðli samkvæmt árangri þessara flokka á síðustu leiktíð

Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 1. umferð:

Minnibolti 11. ára stúlkna leikur á Flúðum í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

7. flokkur drengja leikur í íþróttahúsi Kennaraháskólans í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

9. flokkur stúlkna leikur í Grindavík í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar 

10. flokkur drengja leikur í Njarðvík í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar 

Við þetta má að lokum bæta ein herópi í nestiskörfuna:

ÁFRAM KEFLAVÍK