Fréttir

Ferðalag og nágrannaslagur
Körfubolti | 4. nóvember 2019

Ferðalag og nágrannaslagur

 

Mótið hjá okkar fólki er farið að rúlla hratt og örugglega. En það eru mjög áhugaverðir leikir þessa vikunna sem vert er að skoða og jafnvel kíkja á ef fólk hefur tíma og nennu. En við ætlum aðeins að skoða leikinna sem við eigum í þessari viku. 

 

Stelpurnar eiga leik á miðvikudaginn (6.11) inni Mustad-höllinni í Grindavík klukkan 19:15 að staðartíma. Ferðalagið er ekki langt svona á miðvikudagskvöldi þannig um að gera að skella sér inní Grindavík og sjá stelpurnar okkar koma sér aftur á sporið.


Hvað vitum við um Grindavík?

Nágrannar okkar í Grindavík eru nýliðar í Domino´s deild kvenna. Grindvíkingar hafa átt jafna leiki en sigrarnir hafa ekki enþá dottið og eru búnar að tapa fyrstu 5 leikjunum. En eins og undirritaður sagði hafa þær átt jafna leiki og það búa gæði innan Grindvíkinga þannig við þurfum að mæta tilbúnar til leiks. 

Lykilmenn? 

* Kamilah Tranese Jacksson, Bandaríski  leikmaður Grindvíkinga hefur verið drjúg fyrir þær gulklæddu og frákastað hátt í 18 fráköst að meðaltali og skorað eithvað svipað.

 

Okkar stelpur aftur á móti byrjuðu tímabilið rosalega sterkt en hafa núna tekið tvö slæm töp í röð. 2 sigrar og 3 töp og erum við klárlega með þær kröfur að stelpurnar sæki 2 stig til Grindavíkur. Við erum enþá með ungt og efnilegt lið sem getur keyrt yfir lið. Vonandi koma stelpurnar grjótharðar til leiks og sýna að þeir eiga að vera töluvert ofar í töflunni. 

 

-----------------

 

Strákarni leggja aftur á móti land undir fót og ferðast til höfuðborg norðursins, Akureyri. Þar mætum við Þórsurum frá Akureyri en ATH. ekki einu sinni heldur tvisvar. Strákarnir mæta Þórsurum í Höllinni á Akureyri á fimmtudaginn (7.11) klukkan 19:15 í Domino´s deild karla. En svo mæta þeir Þór Akureyri B. í Geysisbikarnum á föstudaginn (8.11) klukkan 16:45. Þannig ef þú varst að pæla þá erum við að spila 2 leiki á 2 dögum eða einum sólarhring. 

 

Hvað vitum við um Þórsarana frá Akureyri?

 

Þórsarar eru nýliðar í Domino´s deild karla og hafa farið mjög hægt af stað og tapað öllum leikjum sínum í deildinni. En það er samt sem áður alltaf erfitt að ferðast til Akureyrar og mæta heimamönnum þar. Eins og þessi deild er að spilast eru allir að vinna alla og getum við ekki farið að mæta með hálfum hug tapa þessum leik.

 

Lykilmenn?

* Hansel Suarez - Spánverji hjá Þórsurum hefur verið beittur og er að skila flottum tölum. 


En okkar strákar eru ósigraðir á toppi Domino´s deildarinnar og stefna að því að sækja sjötta sigurinn og halda þessu gengi áfram. Mikilvægir leikir framundan hjá okkur en einnig er bikarleikurinn gegn B-liði Þórs og ættum við að fara nokkuð þægilega í gegnum þann leik!

Keflvíkingar sem búa á norðurlandi ættu klárlega að gera sér ferð á leikina báða og sjá okkar menn, annars sendum við öll hlýja strauma norður á Akureyri og reynum að fylgjast vel með.

 

Áfram Keflavík! - Team Keflavík TV

 

Image result for keflavik grindavik