Fréttir

Keflvíkingar vel stemmdir - Valur Orri í snörpu viðtali
Karfa: Karlar | 18. mars 2015

Keflvíkingar vel stemmdir - Valur Orri í snörpu viðtali

Keflavík mætir Haukum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar nk. föstudag en leikurinn fer fram í Schenker Höllinni í Hafnarfirði. Keflavík lenti í 6. sæti en Haukar í 3. sæti og því eiga Haukarnir heimavallaréttinn. Bæði lið unnu sinn heimaleikinn hvor í deild og því má búast við jafnri viðureign. Heimasíða Keflavíkur heyrði í leikstjórnanda Keflavíkurliðsins Vali Orra Valssyni fyrir komandi átök. 

Hvernig eru menn gíraðir fyrir komandi úrslitakeppni?
Menn eru mjög vel stemmdir í þetta enda erum við búnar að vera spara okkur dálítið fyrir þessa alvöru keppni!

Er stemmning í hópnum?
Stemmningin í hópnum er góð og á eftir að verða enn betri þegar á líður úrslitakeppnina, því get ég lofað.

Er Keflavík að fara taka Haukana þrátt fyrir að vera ekki með heimavallaréttinn og hvað er það helst sem lagt verður áherslu á?
Já, já við trúum því að við munum vinna Hauka. Við þurfum hins vegar að spila eins og lið því þá erum við þrusu góðir og erfitt að stoppa okkur. Þeir eru með mjög hættulega leikmenn, þá aðallega góða skotmenn og ákafann center sem veður í allt. 

Eitthvað að lokum?
Já, það væri gaman að sjá sem flesta á leikjunum okkar. Við þurfum að koma okkur lengra en síðustu ár og allur stuðningur hjálpar þar til. Áfram Keflavík!