Fréttir

Damon Johnson færir Keflvíkingum kveðjur
Karfa: Karlar | 14. apríl 2015

Damon Johnson færir Keflvíkingum kveðjur

Eins og alþjóð veit tók Keflvíkingurinn Damon Johnson fram skóna á ný fyrir þetta tímabilið í Domino´s deild karla. Damon sem ekki hafði spilað körfubolta í þrjú ár átti heldur betur eftir að setja mark sitt á deildina þetta tímabilið. Kappinn sem fyrr á sínum ferli hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla með Keflavík endaði tímabilið með 14 stig á leik og um 7 fráköst. Ekki slæmt fyrir 41 árs gamlan mann!

Það verður vart annað sagt en kappinn hafi staðið fyrir sínu, jafnt innan vallar sem utan, en það hans mikli karakter og ást á leiknum smitaði út frá sér. Einstakt var t.d. að fylgjast með hversu vel hann náði til yngri iðkenda félagsins. Kappinn kvaddi Ísland á dögunum en hann vildi koma neðangreindi kveðju á framfæri - a.m.k. þar til leiðir hans og Keflavíkur mætast aftur;

First I want to Thank the keflavik organization for another chance to play the game I love, with the team I love and live in the town I love. This year was not the best but it was a blast. Thank you for the continued support and friendship.

To the keflavik fans, I want to apologize for the year we had. We had to deal with a lot of issues, not making excuses, but it lead to a disappointing season. I want to personally thank every fan for the support and love yall have shown me over the years. I would have never dreamed that when I was asked if I wanted to play in Keflavik in 96 that in 2015 I would have still been playing for such great fans and getting so much love from the community. I love yall and hope our relationship continues to grow and prosper. I love Kef fans and hopefully our time together has created some great memories and I have cherished every minute of my time playing in front of yall. 

Blessings.

Damon Johnson