Fréttir

Unglingalandsmót UMFÍ
Aðalstjórn | 29. júlí 2015

Unglingalandsmót UMFÍ

Ágætu þátttakendur Keflavíkur á unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri 2015.

Hér er að finna nokkrar upplýsingar varðandi mótið.

Hver keppandi fer í mótstjórn sem staðsett er í Glerárskóla (sjá á korti) og sækir sín gögn.

Tjaldsvæði fyrir keppenda- og fjölskyldubúðir á Unglingalandsmóti UMFÍ er á svokölluðum Rangárvöllum staðsett á túnum sunnan við akveginn upp á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli.. (sjá kort).

Farastjóri er Guðjón Axelsson gsm 664-0386.

Tjaldbúðarstjóri er Elínborg Herbertsdóttir - gsm: 690-0601

Tjaldbúðareglur
• Mótshaldari leggur til tjaldsvæði fyrir keppenda- og fjölskyldubúðir á Unglingalandsmóti UMFÍ.
Á því svæði tjalda aðeins þeir sem eru á vegum þátttökuliða mótsins.
• Hvert keppnisfélag skal tilnefna tjaldbúðastjóra og ber hann ábyrgð á því að reglur séu virtar.
Öll neysla vímuefna er stranglega bönnuð.
• Brjóti félag/einstaklingur reglur hefur mótshaldari heimild til að vísa viðkomandi af tjaldsvæðinu.
Öll umferð ökutækja á og við tjaldsvæði er bönnuð á tímabilinu kl. 24:00–07:00 nema með sérstakri heimild eftirlitsfólks.
• Brýnt er ökumenn fari mjög varlega á tjaldsvæðinu og mælst er til þess að bílar séu sem minnst notaðir.
• Við komu á tjaldsvæði Unglingalandsmótsins fá bílaeigendur límmiða í bílinn sem gildir sem heimild til að vera á tjaldsvæðinu.
• Kyrrð skal vera komin á í tjaldbúðum kl. 00:30.
• Öðrum en tjaldbúðagestum er ekki hleypt inn í tjaldbúðirnar eftir kl. 24:00.
• Tjaldbúðastjórar félaganna skulu brýna fyrir fólki sínu að ganga vel um svæðið.
• Brýnt er fyrir öllum að setja sorp í þar til gerð ílát á tjaldsvæðinu.
• Allar eigur gesta eru á ábyrgð þeirra í tjaldbúðunum.
• Gæsla verður á tjaldsvæðinu allan sólarhringinn meðan Unglingalandsmótið stendur yfir.
• Hundaeigendur verða að hafa hunda sína í bandi og sjá um að þrífa eftir þá.
• Aðgát skal höfð í meðförum elds. Athugið að aldrei skal setja grill inn í tjald eða fortjald.

Óska ykkur góðrar ferðar og skemmtilega Verslunarmannhelgi 
Fyrir hönd Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður.