Fréttir

Mikil þátttaka í umhverfisdegi Keflavíkur.
Aðalstjórn | 26. apríl 2017

Mikil þátttaka í umhverfisdegi Keflavíkur.

Umhverfisdagur Keflavíkur var haldinn í fimmta sinn í gær.

Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum iðkendum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra velunnar sem koma og styðja við bakið á iðkendum um að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“.

Erum virkilega stoltir með þátttökuna á umhverfisdeginum, en yfir eitthundrað sjálfboðaliðar mættu til að tína rusl á okkar svæðum. Í lokin voru grillaðir eitthundrað og þrátíu hamborgara og fjörtíu pylsur. Þökkum öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu og tóku þátt.

Þökkum Reykjanesbæ, Nettó, Ölgerðinni, Myllunni og körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir þeirra stuðning.

Fyrir hönd aðalstjórnar Keflavíkur
Einar Haraldsson formaður.