Fréttir

Kjartan Másson heiðraður með Gullheiðursmerki Keflavíkur
Aðalstjórn | 27. febrúar 2015

Kjartan Másson heiðraður með Gullheiðursmerki Keflavíkur

Kjartan Másson og Einar Haraldsson

Aðalfundur Keflavíkur var haldinn í gær 26. Febrúar.
Fundarstjóri var Ellert Eiríksson og fundaritari var Skúli Jónsson.
Einar Haraldsson var sjálfkjörinn sem formaður félagsins.
Kári Gunnlaugsson og Birgir Ingibergsson voru kosnir meðstjórnendur til tveggja ára.
Sveinn Adólfsson, Guðjón Axelsson og Birgir Már Bragason voru kosnir til eins árs sem varamenn.

Kári Gunnlaugsson var heiðraður með gullmerki UMFÍ.

Kári Gunnlaugsson og Björg Jakobsdóttir UMFÍ


Kjartan Másson var heiðraður með gullheiðursmerki Keflavíkur
Halldóra Björk Guðmundsdóttir fimleikadeild og Jón Sigurbjörn Ólafsson körfu- og knattspyrnudeild voru sæmd starfsmerki UMFÍ.
Einar Birgir Bjarkason hlaut Starfsbikar Keflavíkur.

Starfsmerki Keflavíkur voru veitt:
Silfurmerki fyrir 10 ára stjórnarsetu.
Bjarni Sigurðsson skotdeild

Bronsmerki fyrir 5 ára stjórnarsetu.
Matthías Magnússon knattspyrnudeild
Stefán Már Jónasson badmintondeild
Guðmunda Róbertsdóttir sunddeild
Sigurþór Sævarsson sunddeild
Sævar Sævarsson körfuknattleiksdeild

Hér má sjá myndir frá fundinum

 

Fyrir hönd aðalstjórnar
Einar Haraldsson formaður