Aðalstjórn

Aðalstjórn | 06.05.2019
KEFLAVÍK PLOKKAR 2019

Sæl öll Keflavík plokkar í dag mánudaginn 6. maí 2019.
  
Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum iðkendum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra velunnar sem koma og styðja við bakið á iðkendum um gana ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“.
  
 
Keflavík tekur til í nærumhverfi sínu.
 
UMHVERFISDAGUR KEFLAVÍKUR ÍÞRÓTTA- OG UNGMENNAFÉLAGS 2019
 
Dagurinn mánudagurinn 6. maí.
Stjórnir deilda kom og fá sitt fólk í lið með sér og fegra sín svæði.
Við gerum okkur svo glaðan dag og endum þetta með grilli.
 
Dagskráin: 17:30 – 18:30
 
Mæting í félagsheimilinu okkar Sunnubraut 34 kl.17:30 afhending á ruslapokum
 
Deildir taka til í sínu umhverfi:
 
Aðalstjórnin tekur til í kringum Hringbraut 108.
Knattspyrnudeild tekur til á Hringbrautarsvæðinu kringum knattspyrnuvöllinn og æfingasvæðinu.
Körfuknattleiksdeild tekur til í kringum íþróttahúsið við Sunnubraut
Fimleikadeild tekur til í kringum Íþróttaakademíuna
Sunddeild tekur til í kringum Sundmiðstöðina
Badminton- og blakdeild tekur til í kringum Heiðarskóla
Taekwondodeild tekur til í kringum svæðið sitt að Iðavöllum
Skotdeild tekur til á sínu svæði í Heiði Höfnum
 
Endað með grillveislu í félagsheimili okkar og verður grillið klárt kl. 18:30 þar sem boðið er upp á hamborgara, pylsur og gos og af sjálfsögðu grillar formaðurinn.

Styrkaraðilar eru: Víkurfréttir , Samkaup, Reykjanesbær, Myllan og Ölgerðin. Aðalstjórn þakkar þeim fyrir Þeirra stuning við umhverfisdag Keflavíkur 2019

Fyrir hönd Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags
Einar Haraldsson formaður