Fréttir

Jöfn kynjahlutföll í aðalstjórn Keflavíkur
Aðalstjórn | 6. mars 2019

Jöfn kynjahlutföll í aðalstjórn Keflavíkur

Mynd:Sigurður Garðarsson fundarstjóri

Aðalfundur Keflavíkur var haldinn í gærkveldi. Einar Haraldsson var endurkjörinn sem formaður félagsins. Tveir stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs þeir Birgir Ingibergsson eftir 21 ár í aðalstjórn Keflavíkur og Sveinn Júlíus Adolfsson eftir 20 ár í aðalstjórn Keflavíkur. Tveir nýir stjórnarmenn komu inn þær Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir. Aðalstjórn Keflavíkur er þá þannig skipuð: Formaður Einar Haraldsson aðrir stjórnarmenn Kári Gunnlaugsson, Þórður Magni Kjartansson, Bjarney S. Sævarsdóttir og Birgir Már Bragason. Varmenn eru: Eva Björk Sveinsdóttir, Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.

Tvö heiðurs-Gullmerki Keflavíkur voru veitt þeim Birgi Ingibergssyni og Sveini Júlíus Adolfssyni fyrir störf sín í þágu íþróttanna hér í Keflavík.

Mynd:Birgir Ingibergsson, Sveinn Júlíus Adolfsson og Einar Haraldsson formaður

Ólafur Ásmundsson var heiðraður með starfsbikar Keflavíkur en hann er veittur þeim félagsmanni sem  unnið hefur mikla sjálfboðavinnu í þágu félagsins.

Mynd: Ólafur Ásmundsson og Einar Haraldsson formaður

Aðalstjórn þakkar Birgi Ingibergssyni og Sveini Júlíus Adolfssyni fyrir samstarfið og færir þeim þakklæti fyrir þeirra störf.

Bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna inn í aðalstjórn Keflavíkur. Kynjahlutfall í aðalstjórn er nú í fyrsta skiptið jafnt.

Persónuverndarstefna Keflavíkur lág fyrir fundinum og var hún samþykkt og hægt að nálgast hana á heimasíðu okkar http://www.keflavik.is/

Skýrslu og reikninga er hægt að nálgast á heimasíðu okkar http://www.keflavik.is/adalstjorn/adalfundir/

 

Fyrir hönd aðalstjórnar
Einar Haraldsson formaður.