Fréttir

Flokkur 1 - Ungmennaskipti
Aðalstjórn | 29. mars 2016

Flokkur 1 - Ungmennaskipti

 

Flokkur 1 - Ungmennaskipti

 

Opin kynning á styrkjum fyrir ungmennaskiptum

Árlega tekur fjöldi ungmenna frá Íslandi þátt í ungmennaskiptum sem styrkt eru af Evrópu unga fólksins og viljum við endilega að sem flestir bjóði sínum ungmennum uppá slíkt tækifæri. Öll samtök, sveitarfélög og stofnanir geta sótt um styrk og nú er ykkur öllum boðið í Sigtún á opinn kynningarfund um Ungmennaskipti!

Hvenær: Fimmtudaginn 31. mars. Milli kl. 15:00 - 16:00
Hvar: Skrifstofu Evrópu unga fólksins - Sigtúni 42
Smellið hér til að skrá ykkur


Ungmennaskipti -  Umsóknarfrestir 2. feb., 26. apríl og 4 okt.
Ungmennaskipti byggja á hugmyndafræðinni um óformlegt nám. Þó þau fari ekki fram innan skólaumhverfis eru þau fyrst og fremst tækifæri fyrir ungt fólk að læra eitthvað nýtt. Hægt er að taka hvaða efni sem er fyrir í ungmennaskiptum, en það skiptir miklu máli að unga fólkið sjálft hafi áhuga á því sem er verið að fjalla um.

Evrópa unga fólksins

Sigtún 42

Reykjavik 105

Iceland