Fréttir

Þrír bikarmeistaratitlar í stökkfimi.
Fimleikar | 13. apríl 2015

Þrír bikarmeistaratitlar í stökkfimi.

 

Ekkert lát á velgengni fimleikadeildarinnar í vetur

Bikarmót fimleikasamband Íslands í stökkfimi fór fram um helgina í íþróttahúsi Gróttu á Seltjarnarnesi. Keflvíkingar sendu 6 lið til keppni og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.

Keflvíkingar nældu í þónokkur verðlaun á mótinu ber þar hæst að nefna að 3 bikarmeistaratitlar unnust á mótinu.

Stúlkur í flokki 13-14 ára B liða urðu bikarmeistarar en liðið skipa þær Glódís Ýr Sveinbjörnsdóttir, Harpa Rós Guðnadóttir, María Rós Björnsdóttir, Steina Björg Ketilsdóttir og Þórunn María Garðarsdóttir. 

Stúlkur í flokki 15-16 ára A liða urðu bikarmeistarar en liðið skipa þær Andrea Dögg Hallsdóttir, Kristín Helga Arnardóttir, Elísabet Ýr Hansdóttir, Lovísa Rut Hansdóttir og Alma Rún Jensdóttir.

Þá vannst einnig bikarmeistaratitill í flokki stúlkna 17 ára og eldri en liðið skipa þær Brynja Ósk Gunnlaugsdóttir, Aðalheiður Lind Björnsdóttir, Heiðrún Birta Sveinsdóttir og Bryndís Björk Sveinbjörnsdóttir.

Frábær árangur hjá stúlkunum og þjálfurum þeirra en veturinn hefur verið einkar glæsilegur hjá fimleikadeild Keflavíkur þetta árið og verðlaunum nánast rignt inn í allt tímabilið.