Fimleikar

Fimleikar | 14.08.2018
Skráning í fimleika

Fimleikadeild Keflavíkur opnar fyrir skránigu fyrir veturinn 2018-2019 fimmtudaginn 16.ágúst og opið verður til og með mánudeginum 20.ágúst inn á http://www.keflavik.is/fimleikar

Stúlkur sem voru að æfa fimleika síðasta vetur skrá sig inn í annað hvort "forskráning í hópfimleika" eða "forskráning í áhaldafimleika" eftir því hvað við á.

Aðrar stúlkur skrá sig inn í "Nýskráning í fimleika"

Allir drengir skrá sig inn í "forskráning drengja"

Börn sem eru nú þegar í eftirfarandi hópum K1, K3, K4b og S1 fá sendan póst varðandi sína skráningu.

Vakin er athyggli á að þegar skráningu lýkur hefst vinna við að raða í hópa og setja saman þjálfaratöflur. Sendur verður út póstur á skráð börn í vikunni 27.-31.ágúst, þar sem gefinn verður upp æfingartími og í kjölfarið fer fram loka skráning og greiðsla.

Skráning fyrir börn fædd 2014, 2015 og 2016 verður auglýst síðar.

Ef einhver vafi er á skráningunni ekki hika við að senda póst á fimleikar@keflavik.is