Fréttir

Skráning í fimleika hefst 15.ágúst
Fimleikar | 14. ágúst 2016

Skráning í fimleika hefst 15.ágúst

Skráning fyrir veturinn 2016 – 2017

Kæru foreldrar

Opnað verður fyrir skráningu 15.ágúst. Skráningin verður opin frá 15.ágúst – 19.ágúst.

Mjög fjölbreytt starf verður hjá fimleikadeildinni í ár. Það skiptir miklu máli að skrá sitt barn á réttan stað.

Fimleikaheimurinn getur verði  flókinn heimur fyrir fólk sem ekki þekkir til. Ekki hika við það að leita ykkur aðstoðar á skrifstofu deildarinnar. Simanúmerið þar er 421-6368 og netfangið er fimleikar@keflavik.is , öllum póstum er svarað samdægurs.

Hér fyrir neðan koma ítarlegar upplýsingar um skráninguna og allt sem er í boði fyrir hvern og einn árgang. Í flesta hópa er forskráning þar sem þið skráið barnið ykkur og þar með staðfestið að ykkar barn ætli að æfa fimleika í  vetur. Þegar að forskráningu er lokið á föstudaginn næsta verður byrjað að raða í hópa. Í vikunni 21. – 28. Ágúst fáið þið tölvupóst um það í hvaða hópi barnið ykkar á að vera í. Þá farið þið inn á heimasíðu deildarinnar www.keflavik.is/fimleikar, ýtið á skrá í fimleika og veljið hópinn sem barnið ykkar á að fara í og gangið þar frá greiðslu og skráningu.

Mikilvægt er að foreldrar skrái börnin sín í rétta hópa, vegna þess að fimleikadeildin ber kostnað af þeim greiðsluseðlum sem við þurfum að fella niður.

Allar æfingar hefjast 1.september.

 

Árgangur 2014

Æft er á laugardögum í krakkafimleikunum kl 09.00 – 09.50. Kennari  er Linda Hlín Heiðarsdóttir ásamt yngri aðstoðarþjálfurum. Skráð er fyrir haustönnina sér og vorönnina sér. Haustönnin er frá 10.september – 3.desember , 13 skipti alls. Foreldrar eru með börnumum sínum í þessum tímum. Hópurinn heitir í Nori kerfinu „ Krakkafimleikar árgangur 2014  haustið 2016“

 

Árgangur 2013

Æft er á laugardögum í krakkafimleikunum kl 10.00 – 10.50. Kennari  er Linda Hlín Heiðarsdóttir ásamt yngri aðstoðarþjálfurum. Skráð er fyrir haustönnina sér og vorönnina sér. Haustönnin er frá 10.september – 3.desember , 13 skipti alls. Foreldrar eru með börnumum sínum í þessum tímum.

Hópurinn heitir í Nori kerfinu „Krakkafimleikar árgangur 2013 haustið 2016“

 

Árgangur 2012

Æft er á laugardögum í krakkafimleikunum kl 11.00 – 12.00. Kennari  er Linda Hlín Heiðarsdóttir ásamt yngri aðstoðarþjálfurum. Skráð er fyrir haustönnina sér og vorönnina sér. Haustönnin er frá 10.september – 3.desember , 13 skipti alls. Börnin eru án foreldra í þessum tímum.

Hópurinn heitir í Nori kerfinu“ Krakkafimleikar árgangur 2012 haustið 2016“

 

Einnig er boðið upp á tvo hópa fyrir börn fædd 2012 sem æfa 2 x í viku á virkum dögum. Þessir hópar eru einungis fyrir þau börn sem hafa áður verið í krakkafimleikunum á laugardögum. Hópurinn heitir í Nori kerfinu“ Árgangur 2012 ( virkir dagar ) veturinn 2016 – 2017“

 

Árgangur 2011 stúlkur

Þessi hópur æfir 2 x í viku, klukkutíma í senn. Í boði verða 4 hópar fyrir þennan árgang. Ef að ykkar stúlka vil vera með vinkonu í hóp ,vinsamlegast setjið það í athugasemdir, við reynum að gera okkar besta þegar við röðum í hópa. Ekki er forskráning fyrir þennan aldur , heldur gangið þið strax frá skráningunni. Í vikunni 21. – 28. Ágúst fáið Þið sendan tölvupóst með æfingatímum ykkar stúlku.  Hópurinn heitir í Nori kerfinu „ 2011 árgangur stúlkur veturinn 2016 – 2017 „

 

Árgangur 2010 stúlkur

Í boði verða 4 mismunandi hópar fyrir stúlkur fæddar 2010. Þessir hópar verða getuskiptir og er æfingatíminn þar af leiðandi mismunandi. Það er forskráning í þennan hóp. Þið fáið sendan póst Í vikunni 21. – 28. Ágúst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar stúlku í . Hópurinn heitir í Nori kerfinu „ Árgangur 2010 veturinn 2016 – 2017 „

 

Árgangur 2009 , stúlkur , áhaldafimleikar

Í boði verða 4 mismunandi hópar fyrir stúlkur fæddar 2009 Þessir hópar verða getuskiptir og er æfingatíminn þar af leiðandi mismunandi. Það er forskráning í þennan hóp. Þið fáið sendan póst Í vikunni 21. – 28. Ágúst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar stúlku í . Hópurinn heitir í Nori kerfinu „  Árgangur 2009 forskráning veturinn 2016 – 2017 „

 

Árgangur 2008, stúlkur , áhaldafimleikar

Í boði verða 3 mismunandi hópar fyrir stúlkur fæddar 2008. Þessir hópar verða getuskiptir og er æfingatíminn þar af leiðandi mismunandi. Það er forskráning í þennan hóp. Þið fáið sendan póst Í vikunni 21. – 28. Ágúst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar stúlku í . Hópurinn heitir í Nori kerfinu „   Árgangur 2008 forskráning veturinn 2016 – 2017 „

 

Árgangar 2004,2005, 2006 og 2007, áhaldafimleikar stúlkna

Forskráning er í þessa hópa, í boði verða 3 hópar sem henta getu hverrar og einnar stúlku. Hópurinn heitir í Nori kerfinu „    Árgangur 2007-2006-2005- 2004  veturinn 2016 -2017 áhaldafimleik“

 

 

Árgangur 2004,2005, 2006, 2007, 2008 og 2009 hópfimleikar

Forskráning verður í þessa hópa. Í hópfimleikum verður skipt krökkunum bæði eftir aldri og getu. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þið fáið sendan póst Í vikunni 21. – 28. ágúst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar barn í . Hópurinn heitir í Nori kerfinu „ Árgangur 04, 05, 06, 07. 08. 09  veturinn 2016 -2017 hópfimleikar“

 

Power tumbling

Í boði verða tveir hópar í power tumbling, yngri og eldri hópur. Kynningaræfing verður 19.ágúst fyrir þá sem vilja prófa Power tumbling. Hægt er að fá nánari útskýringar á því hvað power tumbling er á heimasíðu deildarinnar www.keflavik.is/fimleikar . Forskráning er í þessa hópa.Í vikunni 21. – 28. ágúst fáið þið sendan póst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar barn í . Hópurinn heitir í Nori kerfinu „Power tumbling“

 

Strákar fæddir 2008, 2009,2010 og 2011

Í boði verða 3 mismunandi hópar fyrir drengi á þessu aldurbili. Þessir hópar verða getuskiptir og er æfingatíminn þar af leiðandi mismunandi. Það er forskráning í þennan hóp. Þið fáið sendan póst Í vikunni 21. – 28. Ágúst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar dreng í . Hópurinn heitir í Nori kerfinu „Áhaldafimleikar drengja 2011,2010,2009,2008 „

 

Special Olympics

Í boði verður hópur fyrir fólk með sérþarfir. Við byrjuðum með fimleika fyrir fatlaða í fyrra og ætlum við okkur að þróa það áfram hjá okkur. Forskráning fer fram í þessa hópa. Í  vikunni 21. – 28. ágúst  fáið þið póst um það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar barn í . Við verðum með tvo hópa, annan fyrir yngri iðkendur og hinn fyrir eldri iðkendur. Hópurinn heitir í Nori kerfinu „special ol forskráning“

 

H – stökkfimi

Þeir sem voru í H stökkfimi síðasta vetur eiga að skrá sig forskráningu í Power tumbling hópinn. Hópurinn heitir í Nori kerfinu „Power tumbling“

 

Iðkendur sem  voru í A1,A2,A3, strákum 1, H1, H2, og H3

Þið fáið sendan póst í næstu viku varðandi það í hvaða hóp þið eigið að skrá ykkar barn í.

Í A hópum verða hóparnir þrepaskiptir og Eva Hrund og Daniel koma þar inn í einhverja hópa sem þjálfarar ásamt Dmitry og Nataliu.