Fimleikar

Fimleikar | 10.06.2020
Samlokukort Keflavíkur

Samlokukort Keflavíkur

 

Í sumar ætlar Keflavík að bjóða uppá að hægt verði að  kaupa samlokukort Keflavíkur fyrir iðkendur á æfingum og börn á sumarnámskeiðum á vegum allra deilda  Keflavíkur í sumar.  Frá og með 8. Júní -24.júlí verður hægt að koma upp í sal á efri hæð Íþróttahússins í hádeginu milli 12:00-13:00 og fá samloku, drykk og ávöxt og setjast þar niður.  Athugið að þetta er ekki gæsla eða barnapössun á þessum tíma.

Hægt verður að kaupa samlokukort sem gildir í 5 skipti á 1.500 kr.  Þið getið svo keypt fleiri kort í einu eða keypt svo aftur.  Kortið er eingöngu rafrænt.  Til að ganga frá kaupum á þessu korti þarf að fara inná vefverslunina okkar:

https://keflavik.felog.is/verslun

Einnig er hægt að sjá vefverslunina á heimasíðunni okkar www.keflavik.is hægra megin á síðunni

Ef einhverjar spurningar eru, þá endilega sendið línu á: hjordis@keflavik.is