Fréttir

Rekstrarstjóri fimleikadeildar Keflavíkur
Fimleikar | 13. janúar 2020

Rekstrarstjóri fimleikadeildar Keflavíkur

Langar þig að vera rekstrarstjóri fimleikadeildar Keflavíkur?

 

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða rekstrarstjóra til að annast daglegan rekstur félagsins. Hlutastarf kemur til greina.

Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2-18 ára. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitar stjórn nú að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á því að leiða deildina og taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum framundan.  

 

Starfssvið

  • Daglegur rekstur félagsins
  • Fjármála- og starfsmannastjórnun
  • Undirbúningur og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum félagsins
  • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur
  • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur

  • Þekking og reynsla af rekstri
  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika til þess að vinna með öðrum.
  • Drifkraftur og frumkvæði

 

Við bjóðum

  • Áhugavert starf hjá góðu íþróttafélagi
  • Stjórn sem fundar með rekstrarstjóra einu sinni í mánuði

 

 

Umsóknir skal senda á tölvupóstfangið fimleikar@keflavik.is fyrir 15. febrúar 2020 og nánari upplýsingar veitir María Jóna Jónsdóttir, stjórnarkona fimleikadeildar Keflavíkur í gegnum sama netfang.

Stjórn fimleikadeildar Keflavíkur.