Fréttir

Nettómótið
Fimleikar | 22. janúar 2015

Nettómótið

Nettómót fimleikadeildar Keflavíkur 2015

Dagana 23. – 24. janúar verður innanfélagsmót fimleikadeildar Keflavíkur haldið í Íþróttaakademíunni.  Allir iðkendur á aldrinum 5 – 18 ára munu láta ljós sitt skína þessa tvo daga.  Mótið skiptist í 5 hluta og eru tímasetningarnar eftirfarandi:

1.    hluti – föstudaginn 23. janúar

Í þessum hluta keppa drengirnir okkar en við erum afskaplega stolt af því hversu margir drengir eru að æfa.  Þeir hópar sem eru að keppa í þessum hluta eru margir að stíga sín fyrstu skref í fimleikum og einnig keppni.  Hóparnir eru eftirfarandi:

Strákar 2, strákar 3 og strákar 4.

Mæting:  16:15

Innmars hefst:  16:40                                     Keppni lokið:  17:30

 

2.    hluti – föstudaginn 23. janúar

Í þessum hluta verður keppt í stökkfimi.  Stökkfimi er ný grein innan fimleikana og er það einstaklingskeppni fyrir hópfimleikastúlkurnar. Einnig munu þeir hópar sem eru að fara að keppa á hópfimleikamótum sýna keppnisæfingar sínar.  Í þessum hluta keppa stúlkurnar í H1, H2, H3 og H4

 

Mæting:  17:00                    Innmars hefst:  18:15        Keppni lokið:  20:30

 

 

3.    hluti – laugardagurinn 24. janúar

Í þriðja hluta mótsins ætla yngstu dömurnar okkar að láta ljós sitt skína.  Þær munu keppa í 8. þrepi íslenska fimleikastigans.  Það verða hóparnir

09– split, 09 - brú,  09 spíkat, 09 – handahlaup, 08 – brú, 08 – splitt og 08 - spíkat sem mæta til leiks.

Mæting:  8:10                      Innmars:  8:35                     Keppni lokið:  10:30

4.    hluti – laugardaginn 24. janúar

Í fjórða hluta mótsins ætla eftirfarandi hópar að keppa:  A4, 07 – splitt, 07 spíkat, 6. Þrep og 5. þrep létt og A3.  Þær munu keppa í 5. þrep létt og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.

 

Mæting:  11:00                    Innmars:  11:30                  Keppni lokið: 13:30

 

5.    hluti – laugardaginn 24. janúar

Í fimmta hluta mótsins keppa þeir iðkendur sem eru lengst komnir í deildinni.   Það verður keppt í 1., 3., 4., og 5. þrepi kvenna og 4. og 5. þrepi karla.  Í þessum hluta verða Innanfélagsmeistarar deildarinnar í áhaldafimleikum krýndir.

 

Mæting:  13:30                    Innmars:  14:10                   Keppni lokið:  17:30

 

Við hvetjum foreldra til að koma og horfa á iðkendur deildarinnar keppa.  Það verður frítt inn og sjoppa á staðnum.