Fréttir

Laufey Íslandsmeistari
Fimleikar | 30. mars 2015

Laufey Íslandsmeistari

Íslandsmótinu í þrepum í áhaldafimleikum lauk í gær þar sem að fjölmargir keppendur frá fimleikadeild Keflavíkur tóku þátt alls 7 drengir og 14 stúlkur.  Þar bar hæst að Keflvíkingar eignuðust Íslandsmeistara í 1. þrepi kvenna.

Hin 12 ára gamla Laufey Ingadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði nokkuð örugglega í 1. þrepi með einkunina 56,034, eða rúmu heilu stigi á undan næsta keppanda. Keflvíkingar hrepptu einnig 3. sætið í þrepinu þar sem að Hanna María Sigurðardóttir fékk einkunnina 52,735.

Í 5. þrepi 9 ára stúlkna lentu Keflvíkingar í 2. og 3. sæti þar sem að Katrín Hólm Gísladóttir og Melkorka Sól Jónsdóttir komust á verðlaunapall.

Keflvíkingar komust einnig á pall í 5. þrepi 10 ára stúlkna þar sem að Birta Dís Barkardóttir náði 2. sæti.

Þá hreppti Magnús Orri Arnarson 2. sætið í 5. þrepi 10 ára og eldri drengja.

Sannarlega frábær árangur hjá fimleikadeild Keflavíkur sem heldur áfram að eiga farsælt keppnistímabil í áhaldafimleikum. 

Frekari úrslit má finna hér:http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=177  og hér:http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=178