Fréttir

Góður árangur á hópfimleikamótum
Fimleikar | 21. nóvember 2016

Góður árangur á hópfimleikamótum

Síðastliðnar tvær helgar fór fram Haustmót í hópfimleikum. Fimleikadeild Keflavíkur sendi tvö lið til keppni.

Lið 3. flokks skipað stlepum á aldrinum 10 – 12 ára keppti 13. nóvember í Stjörnunni og höfnuðu þær í 12 sæti af 22 liðum. Margar af stelpunum voru að keppa á sínu fyrsta móti á vegum Fimleikasambands Íslands og stóðu þær sig með prýði. Á haustmóti er liðum raðað niður í deildir fyriri komandi mót og munu stlepurnar okkar keppa í B deildinni eftir áramót. Það verðurskemmtilegt að fylgjast með þessu unga liði á komandi tímabili.

Lið Fimleikadeildar Keflavíkur í 2. flokki skipað stlepum á aldrinum 12 til 14 ára keppti síðastliðin laugardag, 19. nóvember á Akranesi. Stelpurnar sýndu góðar æfingar sem skilaði þeim 5. sætinu af 14 liðum sem er frábær árangur og munu þær keppa í A deildinni eftir áramót.

Bæði liðin sýndu öruggar og vel útfærðar æfingar sem skilaði þeim háum framkvæmdar-einkunnum í stökkum, með þeim hæðstu af öllum liðunum. Við í Keflavík leggjum mikla áherslu á góða tækni og öryggi. Stelpurnar sýndu það að krefjandi og heilbrigðar æfingar skila sér í góðu úrslitum og skemmtilegum degi.