Fréttir

Fimleikar | 9. mars 2020

COVID19

Kæru foreldrar/forráðamenn

Áhrif COVID19 veirunnar halda áfram að hafa áhrif á okkar daglega líf og störf. Mikilvægt er að gæta vel að öllum sóttvörnum og fara í einu og öllu að ráðleggingum sóttvarnalæknis.

Almennt gildir að mæta ekki á æfingar með kvef eða önnur einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar.

Það er mjög mikilvægt að við hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar.

Minnum börnin á handþvottinn og spritt áður en farið er inn í salinn. Einnig bendum við á að gott er að hafa sinn eiginn vatnsbrúsa á æfingu.

Þótt ástandið sé alvarlegt er afskaplega mikilvægt að við höldum ró okkar og látum óttann ekki ná tökum á okkur líkt og Guðni Th. Jóhannesson forseti sagði í viðtali.