Fréttir

Covid 19
Fimleikar | 16. mars 2020

Covid 19

Hverju ert þú að velta fyrir þér?

Margar spurningar vakna í kjölfar samkomubanns á Íslandi og eru UMFÍ og ÍSÍ að vinna að því að fá svör við öllum þeim spurningum.
 
Meðal annars er verið að vinna að þessu og nánari leiðbeiningum fyrir íþróttastarf með sóttvarnarlækni. Þetta tekur hinsvegar tíma og er þess vegna ekki gert ráð fyrir æfingum fyrr en í fyrsta lagi 23. mars.
 

UMFÍ hefur sett upp spurt og svarað vegna Covid-19 á síðunni sinni. www.umfi.is

Það eru margar spurningar sem við höfum verið að velta fyrir okkur og eru meðal annars hvort að við gætum sótthreinsað salinn, getum við skipt salnum í minni svæði, þurfum við að sótthreinsa á milli allra iðkenda en þessum spurningum er enn ekki svarað, unnið er að leiðbeiningum fyrir okkur. 

Nú höfum við þegar hafið vinnu við að reyna að skipuleggja starfið okkar og er verið að vinna að ýmsum hugmyndum en um leið og við höfum eitthvað í hendi um hvað við megum gera þá munum við láta ykkur vita. 

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að senda þær á okkur hvort sem er á facebook hópnum Fimleikadeild Keflavíkur 2020 eða á netfangið fimleikar@keflavik.is. 

Kær kveðja

Fimleikadeild Keflavíkur