Fimleikar

Fimleikar | 12.03.2020
Bikaramót í hópfimleikum og þrepamót 3 í áhaldafimleikum FELLT NIÐUR

Fyrirhugað mótahald Fimleikasambandsins 14. - 15. mars, Bikarmót unglinga í hópfimleikum og Þrepamót 3 í áhaldafimleikum, hefur verið fellt niður. Ákvörðunin er tekin í samráði við mótshaldara, að vel hugsuðu máli, en yfir 1000 keppendur voru skráðir til leiks á mótin.

Reiknað er með að Íslandsmótið í áhaldafimleikum fari fram 20. - 21. mars eða samkvæmt áætlun.

Fimleikasambandið mun fylgjast með ráðleggingum landlæknis við ákvarðanatöku um framhaldið.