Fimleikar

Fimleikar | 20.03.2020
Æfingar falla niður vegna COVID-19

Í ljósi nýrrar tilkynningar frá ÍSÍ og UMFÍ þá verða allar æfingar felldar niður þangað til að yfirvöld hafa leyft æfingar aftur. Ramminn fyrir æfingar er þröngur og mættu þau til dæmis ekki snerta sömu fleti og gerir það æfingar ómögulegar.

Þetta eru fordæmalausir tímar og upplýsum við ykkur um allar breytingar jafnóðum og við vitum þær.

Það eru allskonar áskoranir í gangi og hefur fimleikasambandið beðið okkur um að merkja þau í þá pósta sem við setjum á netið með áskorunum. Þeim langar að sjálfsögðu að sjá hvað er í gangi og deila því með hinum félögunum.

Einnig verða einhverskonar heimaæfingar og fleira þar sem við viljum endilega að krakkarnir og foreldrar að sjálfsögðu æfi sig heima þrátt fyrir samkomubannið.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur að þessu loknu.

Kær kveðja

Fimleikadeild Keflavíkur