Fréttir

Íslandsmót 2017-2018
Blak | 3. mars 2018

Íslandsmót 2017-2018

 

Nú er framundan lokahelgin af þremur í Íslandsmótinu í blaki hjá bæði konum og körlum. Mótið hefur gengið mjög vel hjá báðum liðum og það má segja að það verði spennandi úrslitahelgi framundan hjá liðunum tveimur.

Vantar tvo liðsmenn á myndina hjá Karlaliðinu, Sveinn og Hjört

Karlarnir eru sem stendur í 1. sæti 3. deildar og munu því berjast fyrir því að vera í topp tveimur sætunum til þess að komast í 2. deild í haust. Við vonum auðvitað að það takist þar sem þeir hafa aðeins tapað tveimur leikjum af þeim tíu sem búið er að spila og þeir leikir töpuðust á fyrsta mótinu í nóvember sem haldið var hjá HK í Kórnum. Í annarri umferð sem var spiluð á Neskaupsstað í janúar þá unnu þeir alla sína leiki. Við vonum að þeim muni ganga vel í lokamótinu og vonum að allir verði heilir helgina 16.-18. mars en karlanir þurfa aftur að leggja land undir fót og heimsækja nú Völsunga á Húsavík. Hjá körlunum eru spilaðar 3 umferðir.

Konurnar eru sem stendur í 4. sæti í 5. deild og hafa tapað fyrir sama liðinu á báðum mótunum í oddahrinu með naumum mun í bæði skipti. Fyrsta umferð var spiluð hjá HK í Kórnum í nóvember líkt og hjá strákunum, önnur umferð var svo haldin á Flúðum hjá Hrunamönnum en úrslitahelgin verður spiluð á Ísafirði hjá Vestra þar sem öll liðin 12 byrja með 0 stig í tveimur riðlum. Nú er því hrein úrslitahelgi á milli 6 efstu liðanna um að komast upp í 4. deild. Í A-riðli munu munu þrjú efstu liðin fara upp á meðan þrjú neðstu liðin í B-riðli falla niður í 6. deild.

Hægt verður að fylgjast með gengi liðanna meðan keppnin stendur yfir (linkar hér að neðan):

Karlariðill 

Kvennariðill

Óskum báðum liðum velfarnaðar í síðustu umferð á Íslandsmótinu sem fer fram 16. - 18. mars.

ÁFRAM KEFLAVÍK!!!!!