Fréttir

Gerðu sér lítið fyrir og unnu sitt fyrsta mót í 3.deild
Blak | 19. mars 2014

Gerðu sér lítið fyrir og unnu sitt fyrsta mót í 3.deild

Laugardaginn 22. febrúar tók kvennalið frá Blakdeild Keflavíkur þátt í þorramóti Aftureldingar í Mosfellsbæ. Liðið var skráð í þriðju deild, þrátt fyrir beiðni formanns blakdeildar um að skrá það í aðra deild, sem mér fannst reyndar ótrúleg bjartsýni á þessum tímapunkti. Þetta lið sem samanstóð af átta konum á öllum aldri hafði aldrei keppt áður saman á móti, en gerði sér lítið fyrir og vann alla leikina. Það voru því ánægðar konur, fullar sjálfstrausts sem snéru aftur heim. Glæsilegir sigurvegarar á sínu fyrsta móti saman og reyndar voru sumar að keppa alveg í fyrsta sinn. Auðvitað var strax farið að plana þátttöku í næsta mót fyrst þetta gekk svona vel.  Stefnan er því  tekin á Bresamót á Akranesi 22. mars næstkomandi, spennandi að vita hvernig það fer. Góð byrjun hjá kvennaliðinuJ.