Blak

Þjálfarar Blakdeildar Keflavíkur

Nú á dögunum var gengið frá samningi við tvo pólska þjálfara sem munu þjálfa börn og fullorðna hjá Blakdeild Keflavíkur.

Hér má sjá mynd af þjálfarateymi Blakdeildar Keflavíkur.

Þjálfari Ráðin

Aðalþjálfari: Michal Rybak

Michal spilaði upp alla yngri flokka í Varsjá frá 1994-2003. 2003 ákveður hann að gerast blakþjálfari og fer í íþróttakennaranám við Háskólann í Varsjá. Eftir útskrift 2008 fer hann að þjálfa yngri flokka í Varsjá. Mesta afrek hans er að verða pólskur meistari með U-17 strákaliðið sitt árið 2012. 2014-2015 þjálfar hann í deild fullorðinna

Aðstoða þjálfari: Krzysiek Majewicz

Krzysiek hefur spilað hér á landi síðustu 3 árin. Hann spilaði eitt ár með meistaraflokki Stjörnunnar og tvö ár með meistaraflokki Aftureldingar sem varð bikarmeistari 2017. Hann er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.

Ásamt: Svandís Þorsteinsdóttir verða þeim innan handar við þjálfun barnanna, en hún hefur verið að þjálfa börnin síðustu 3 ár.